HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Forsetahjónin í heimsókn

Forsetahjónin Guðna Th. og Eliza heimsóttu Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Nemendur og starfsfólk sýndu forsetahjónunum skólann og starfsemi hans. 

Hér að hópmynd tekin fyrir framan skólann af Guðna og Elizu með trefilinn, starfsfólki og nemendum. 

Hópmynd með forsetahjónum

Guðni fékk kennslu í vefnaði frá Ernu Rún nemanda skólans og var hann efnilegur að mati hennar. Sigrún Blöndal stofnandi skólans lagði mikla áherslu á vefnaðarnám og tók saman kennsluefni á íslensku í bók sinni Íslenzk vefnaðarbók. Skólinn leggur mikla áherslu á að standa vörð um handvefnað á Íslandi og þann menningararf sem honum fylgir. Matreiðslunemendur buðu upp á hvítsúkkulaði skyrmús með nýtíndum bláberjum, bláberjasafti og brenndu hvítu súkkulaði. Í kveðjugöf og þakklæti fyrir heimsóknina færði Paivi Vaarula vefnaðarkennari skólans þeim handofin trefil úr alpakka silke sem hún sjálf óf.

Takk fyrir komuna,

nemendur og starfsfólk haustannar 2018    

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hushall

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is