HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Vefnaðarnám á vorönn

Tveggja vikna vefnaðarnám á vorönn 2019. 

Nú stendur til boða einstakt tækifæri að læra vefnað hjá reynslumiklum kennara, Päivi Vaarula textílhönnuði frá Finnlandi. Kennt er í tvær vikur frá mánudeginum 21. janúar til föstudagsins 1. febrúar. Dvöl í tvær vikur í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað með góðri vinnuaðstöðu á Baðstofunni. Námið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Lögð er áhersla á náttúruleg efni í verkefnavinnu og kennt á Weavepoint tölvuforrit.  

Vefnaður trefill skógarlitir

Kostnaður áfangans er 79.000 kr. og innifalið í námsgjaldi er gisting á heimavist, fullt fæði á námstíma og efniskostnaður samkvæmt kennlsluáætlun. 

Fyrir frekri upplýsingar hafið samband við skólann hushall@hushall.is eða í síma 471 1761. 

Skráning er á heimasíðu skólans www.hushall.is - velja staka áfanga og tilgreina vefnaðarnám í athugasemdir. 

 

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hushall

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is