Við kynnum Päivi Vaarula textílhönnuður frá Finnlandi.
Päivi hefur áralanga kennslureynslu og hefur kennt við háskóla, framhaldsskóla og sem gestakennari í ýmsum löndum. Päivi er einnig textíl listamaður og hefur mikinn áhuga á textílmenningu ýmissa þjóða. Hún var í tvo mánuði að vinna með íslenska ull í Textílsetrinu á Blöndósi sumarið 2017. Päivi hafði áhuga að dvelja lengur á Íslandi, kenna ungu fólki textílgreinar og miðla af reynslu sinni. Við erum lánsöm að fá hana til okkar í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.
Päivi kennir ýmsar textílgreinar við skólann; vefnað, vefjaefnarfræði, jurtalitun, prjón, hekl og útsaum. Päivi nýtir tengslanet sitt um allan heim til að veita nemendum ráðgjöf varðandi framhaldssnám í textílhönnun, umsóknarferli og ferilmöppugerð ásamt því að kynna fyrir nemendum hvernig er að vera textíl listamaður í dag.