Námsleiðir vorönn 2018

FULLT NÁM

Fullt nám er ein önn þar sem nemendur fá kennslu í textílgreinum og matreiðslu. Skólagjöld eru 375.000 kr. og geta nemendur sótt um ýmsa styrki; jöfnunarstyrk LÍN, húsaleigubætur, menntunar- og ferðastyrk hjá stéttarfélögum. Ef nemandi nýtir sér alla styrki fer kostnaður aldrei yfir 2.500 kr. vikan*.

8 VIKNA SPÖNN

Spönn er helmingur af önn þar sem stendur til boða að taka áfanga í textíl og/eða matreiðslu. Verð 31.250 kr. vikan*. Hægt að nýta styrki til lækkunnar á kostnaði.

2 - 4 VIKNA STAKIR ÁFANGAR

Hér gefst einstakt tækifæri að koma og dvelja í styttri tíma og njóta þess sem skólinn hefur upp á að bjóða. Verð 37.500 kr. vikan*. Hægt að nýta einhverja styrki til lækkunnar kostnaðar.

*Innifalið í gjaldi er heimavist, fullt fæði 7 daga vikunnar á námstíma, efnisgjöld og aðstöðugjöld.    

Textílkennari frá Finnlandi

Við kynnum Päivi Vaarula textílhönnuður frá Finnlandi.  

Paivi Vaarula

Päivi hefur áralanga kennslureynslu og hefur kennt við háskóla, framhaldsskóla og sem gestakennari í ýmsum löndum. Päivi er einnig textíl listamaður og hefur mikinn áhuga á textílmenningu ýmissa þjóða. Hún var í tvo mánuði að vinna með íslenska ull í Textílsetrinu á Blöndósi sumarið 2017. Päivi hafði áhuga að dvelja lengur á Íslandi, kenna ungu fólki textílgreinar og miðla af reynslu sinni. Við erum lánsöm að fá hana til okkar í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Päivi kennir ýmsar textílgreinar við skólann; vefnað, vefjaefnarfræði, jurtalitun, prjón, hekl og útsaum. Päivi nýtir tengslanet sitt um allan heim til að veita nemendum ráðgjöf varðandi framhaldssnám í textílhönnun, umsóknarferli og ferilmöppugerð ásamt því að kynna fyrir nemendum hvernig er að vera textíl listamaður í dag.  

Vorönn 2018 - innritun stendur yfir

Opið er fyrir umsóknir um nám á vorönn 2018. Námið samanstendur af textíl og matreiðslu. Nemendur dvelja á heimavist og er fullt fæði innifalið í skólagjöldum.  

Kynningarefni og umsagnir fyrrum nemenda um skólann:

"Best ákvörðun sem ég hef tekið" - Eva Matthildur Benediktsdóttir nemandi haustönn 2017, Framhaldsskólinn á Húsavík dúx 2017 

"Fullt af möguleikum - sky is the limit" - Ágúst Einþórsson fyrrum nemandi, eigandi Brauð&Co 

"Gott að bæta við sig þekkingu og stækka" - Guðrún Eysteinsdóttir nemandi haustönn 2017, textílhönnuður 

 

 

Útskrift 2017

Jólaútskrift fór fram sunnudaginn 17. desmeber í Höll skólans. Nemendur haustannar héldu sýningu og boðið var upp á heimabakaðar jólasmákökur.  Óskum við þessum glæsilega nemendahópi til hamingju með árangurinn.  

Útskriftarhópur II

 

Lesa nánar

HH logo WEB