Húsreglur heimavistar

 

  • Yfirstjórn heimavistar er í höndum skólameistara. Dagleg umsjón heimavistar er í höndum vistarstjóra sem er fulltrúi skólameistara en umsjón með og ábyrgð á að reglum sé fylgt hvílir á hverjum einstökum íbúa heimavistar.
  • Heimavistin er læst frá kl. 18:00 til kl. 08:00 alla daga vikunnar. Nemendur láta skólameistar vita ef dvalið er annarsstaðar eða farið í helgarleyfi.
  • Virka daga á að vera komin ró í húsinu kl. 22:00 og virða skal rétt þeirra sem vilja svefnfrið á heimavist. Vinnufriður skál ávallt vera á heimavistinni, jafnt á herbergjum og sameiginlegum vistarverum.
  • Notkun og geymsla áfengra drykkja og hvers konar vímuvaldandi efna er bönnuð í húsnæði skólans og varðar brottvikningu er út af er brugðið. Þá er nemenda óheimilt að dvelja á heimavistinni undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
  • Reykingar og önnur tóbaksnotkun, t.d. munntóbak, er bönnuð með landslögum í öllu húsnæði og lóð skólans.
  • Notkun eldfæra er stranglega bönnuð í húsnæði skólans vegna eldhættu, þ.m.t. kerti, reykelsi og annað sem getur valdið eldhættu.
  • Vistarbúar skulu ganga vel um hús, lóð og allt umhverfi skólans og fylgja umgengnisreglum skólans hvívetna. Nemendur sjá sjálfir um þrif á herbergjum sínum og sameiginlegum vistarverum. Úttekt kennara á þrifum fer fram í hverri viku.
  • Skemmdir á heimavist eða munum skal tilkynna skólameistara og ber að bæta þær að fullu. Skemmdir sem unnar eru vísvitandi varðar brottrekstri.
  • Gestir eru á ábyrgð gestgjafa og ber þeim að hlíta umgengnisreglum og húsreglum heimavistar. Gestir eru ekki leyfðir meðan á kennslu stendur. Gestir hafa ekki leyfi til að snæða máltíðir skólans á heimavist. Gestum ber að fara út úr húsinu fyrir kl. 22:00. Næturgisting gesta er með öllu óheimil. Gestir á heimavist skulu almennt virða að heimavistin er heimili íbúanna.
  • Sérhver nemandi getur kært brot á húsreglum heimavistar til skólameistara. Endurtekin brot á húsreglum geta valdið brottrekstri.

logolinur nyr