Fatasaumur

Nemendur kynnast grunnatriðum í fata- og vélsaum. Farið er sérstaklega í notkun á saumvélum, overlockvélum og öðrum áhöldum og tækjum við saumtækni. Unnið er með stærðartöflur, grunnsnið, mátun og leiðréttingu sniða og flóknari sniðútfærslur. Fjallað er um hvað einkennir vandaða flík og vandaðan frágang. Unnið er eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum og nemendur læra að gera prufur og flíkur með mismunandi saumtækni aðferðum. Vélsaumur fléttast inn í aðrar textílgreinar; vefnað, prjón, útsaum og hekl. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum sínum undir leiðsögn klæðskera. Nemendur læra að lesa uppskriftir, nýta sér bækur, blöð og veraldarvefinn í að finna uppskriftir, þekkja orðaforða og nýta sér þá þekkingu við fata- og vélsaum.  

Áhersla er á sjálfbærni og endurnýtingu efna við verkefnavinnu.

Áfangalýsing 

 

HH logo WEB