Hreinlætisfræði

Í áfanganum er lögð áhersla á hreinlæti, þrif og undirstöðuþekkingu í örverufræði. Áfanginn er í senn bóklegur og verklegur þar sem fléttast saman fræði, áætlunargerð og verkleg færni. Áfanginn tengist verknámsþáttum hreinlætisfræði- og matvælagreina. Áhersla er lögð á að gera nemandann meðvitaðan um persónulegt hreinlæti og umhverfisvernd. Fjallað er um virkni þvotta-, hreinsi- og viðhaldsefna. Nemendur öðlast færni við tiltekt og þrif á heimilum og geta hirt um fatnað og persónulega muni. Nemendur fá fræðslu um þrif tækja, áhalda og vinnuumhverfis. Þeir læra að þekkja og meðhöndla algengustu ræstiefni og sótthreinsunarefni með tilliti til efnafræðilegrar uppbyggingar og umhverfisverndar. Nemendur læra að gera hreinlætisáætlanir og eru þjálfaðir í að fylgja þeim eftir. Fjallað er um innra eftirlit, kennt um aðferðir við greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða (GÁMES). Nemendur fá fræðslu um mikilvægi þess að halda vinnusvæði og búnaði hreinum. Kynntar eru gildandi öryggisreglur um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Áhersla er lögð á mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir matarsjúkdóma og ábyrgð matvælaframleiðenda í því sambandi. Fjallað er um gerla, veirur, sveppi og almennt um lífsskilyrði örvera.

HH logo WEB