Matreiðsla

Matreiðsla, næringarfræði og framreiðsla 

Í matreiðslu læra nemendur að meðhöndla og matreiða úr ýmiss konar hráefnum en einnig kynnast nemendur nýtingu á hráefni úr umhverfinu. Kenndar eru fjölmargar matreiðsluaðferðir ásamt áherslu á undirstöðuaðferðir í meðferð og skurð á grænmeti, ávöxtum, fiski og kjöti. Kennd eru notkun áhalda og tækja í matreiðslu og meðferð þeirra. Lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreyttum matvælum og fjallað er um nýtingu hráefna. Nemendur læra að matreiða flóknari rétti, kynnast ýmsu sérfæði og veislumat sem m.a. eru hafðir til hátíðarbrigða. Nemendur kynnast hefðum og venjum í íslenskri matargerð ásamt framandi matargerð annarra þjóða. Ásamt matreiðslu er farið yfir undirstöðuatriði brauð- og kökugerðar, baksturs og skreytinga. Nemendur læra að skipuleggja vinnu og verkefni sín í eldhúsi.  

Manneldismarkmiðin eru höfð að leiðarljósi í samsetningu máltíðar, fjallað er um hollari matargerð og mikilvægi réttrar næringar. Kennt er að nýta sér upplýsingar á umbúðum matvæla meðal annars með tillti til ofnæmis og óþols.

Farið er yfir framreiðslu og áhöldum tengdu því. Kennt er að taka á móti gestum, dúka borð, þjálfun í borðlagningu, vinna með borðbúnað, stilla upp hlaðborði og framreiða.

Unnið er eftir gæðastöðlum um innra eftirlit, GÁMES. Nemendur læra að tileinka sér hreinlæti við alla matargerð og snyrtimennsku við framreiðslu.

Meginmarkmið námsins er að nemendur þekki mismunandi hráefni, geymslu og meðhöndlun þess ásamt ólíkum matreiðslu og baksturs aðferðum. Nemendur öðlist færni í sjálfstæðum vinnubrögðum við matreiðslu á flóknari máltíðum, metið innkaup á hráefni og stærð máltíðar eftir fjölda gesta. Öðlist færni í áhaldafræði og þekkingu á gæðaeftirliti og mikilvægi hreinlætis við störf í eldhúsi.  

 • m1
 • m10
 • m11
 • m12
 • m13
 • m14
 • m15
 • m16
 • m2
 • m3
 • m4
 • m5
 • m6
 • m7
 • m8
 • m9

logolinur nyr