Prjón og hekl

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri undirstöðuatriði handprjóns og hekls. Nemendur fá þjálfun í ýmsum grunntækni aðferðum í prjóni og hekli, læra að skilja einfaldari uppskriftir og kennslu í að prjóna eða hekla eftir þeim. Farið er yfir fagorðaforða í prjóni og hekli og nemendum kennt að leita sér upplýsinga og uppskrifta í bókum, tímaritum og á veraldarvefnum. Fjallað er um garntegundir og áhöld sem notuð eru til prjóns og hekls. Nemandi lærir á stærðarhlutföll og hvernig prjónfesta/heklfesta, stærð áhalda, garntegund og aðferð hafa áhrif á stærðarhlutföll. Fjallað er um vinnuferil frá hugmynd að frágangi í prjóni og hekli. Kennsla í vönduðum frágang og meðhöndlun prjóna- og heklstykkja. Meginmarkmið áfangans er að vekja áhuga, skilning og sjálfstæði nemenda á prjóni og hekli.  

HH logo WEB