Hússtjórnarskóli Hallormsstaðar

Í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstaðar er boðið upp á nám í textíl og matreiðslu með áheralu á sjálfbærni. Námið byggir á sköpunarkrafti og hönnunarhugsun þar sem menningararfur og nútímatækni fara saman. Námið hentar vel nýstúdentum og ungu fólki sem stefnir í skapandi greinar á sviði matreiðslu og textíls. Umhverfið veitir ríkulegan innblástur í einstakri nálægð við friðsæld og náttúrufegurð.

Skólahúsið er í gömlum burstarbæjarstíl, fagurt og býr yfir góðum anda. Heimavistin er í skóalnum og hvert herbergi hefur sinn sjarma. Vinnuaðstaða í skólanum er góð þar sem reyndir kennarar og starfandi fagmenn leiðbeina nemendum í náminum. Skólinn er í hjarta skógarins með útsýni yfir Lagarfljótið. Við erum aðeins 27 km frá Egilsstöðum en steinsnar frá afurðum skógarins, norðurljósunum og kyrrðinni. 

 

 

Skólinn og reyniviðurinn

HH logo WEB