Hússtjórnarskóli Hallormsstaðar

Í Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar eru kenndar textílgreinar og matarhönnun. Hvort tveggja byggir á sköpunarkrafti og hönnunarhugsun þar sem menningararfur og nútímatækni fara saman. Umhverfið eflir og styrkir skapandi hugsun, veitir ríkulegan innblástur úr einstakri nálægð við friðsæld og náttúrufegurð.

Skólahúsið er í gömlum, sérstökum burstarbæjarstíl, fagurt og býr yfir góðum anda. Heimavistin býður notaleg herbergi og vinnuaðstaða í skólanum er góð þar sem reyndir kennarar og starfandi fagmenn leiðbeina nemendum. Skólinn er í hjarta skógarins með útsýni yfir Lagarfljótið. Við erum aðeins 27 km frá Egilsstöðum en steinsnar frá afurðum skógarins, norðurljósunum og kyrrðinni. 

Í þessu fallega umhverfi bjóðum við krefjandi greinar fyrir skapandi einstaklinga á öllum aldri. Textíll og matarhönnun eru ögrandi viðgangsefni sem byggja hvort tveggja á skipulögðum, margreyndum aðferðum og kröfum um nýsköpun og þróun. Nám í skólanum er á framhaldsskólastigi og gefur 46 einingar. 

 

Skólinn og reyniviðurinn