Agareglur

Við agabrot ræðir kennari við nemanda um hegðun hans og skólameistari látinn vita um málið. Skrifleg áminning kennara og afrit til skólameistara og forráðamanna ólögráða nemenda við annað brot. Brottvísun úr áfanga alfarið eða um tiltekinn tíma við endurtekin brot.  

Hegðunarbrot teljast m.a. að:

  • hlýða ekki fyrirmælum kennara
  • trufla kennslu með tali og látbragði, þannig að kennari þurfi að endurtekið að áminna
  • sýna kennara eða samnemendum ókurteisi í orðbragði eða látbragði
  • sinna ekki verkefnum sem vinna á í kennslustundum
  • borða í tímum, nota síma eða framfylgja ekki skólareglum
  • mæta ósofinn í skólann og sofa í kennslustundum

Reglur um skólasókn

Litið er á nám í skólanum eins og hverja aðra vinnu sem sinnt er af alúð og samviskusemi. Mætingaskylda er 100% þ.e. nemendur skulu sækja allar kennslustundir og starfsnám stundvíslega. Geti nemandi ekki mætt í skólann vegna veikinda skal hann tilkynna forföllin samdægurs til skólameistara. Langvarandi veikindi skal staðfesta með læknisvottorði. Önnur leyfi þarf að sækja um skriflega og tilkynna til skólameistara. Fjarvistir og fjarveru frá skóla skal meta hverju sinni í samráði við kennara áfangans, nemanda og skólameistara með tillit til þess hvort nemandi uppfylli skilyrði um námsframvindu og bregðast skal við í hverju tilviki út frá aðstæðum. Við brotum á skólasóknarreglum skal skólameistari eða kennari veita nemanda munnlega áminningu við fyrsta brot síðan skriflega áminningu. Þurfi að áminna nemenda endurtekið vegna brota á reglum þessum skal hann víkja úr skóla.

logolinur nyr