Jólasýning nemenda haustannar 2018 verður sunnudaginn 16. desember milli kl. 13:00 - 15:00 í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Nemendur sýna afrakstur annarinnar í vefnaði, fatasaum, útsaum, prjón & hekli. Nemendur bjóða einnig upp á jólasmákökur og jóladrykk.
Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur í skóginum.
Nemendur og starfsfólk.